Andreas Brehme, goðsögn í þýskum fótbolta er látinn. Hann var aðeins 63 ára gamall en eiginkona hans staðfestir andlátið.
Brehme varð að goðsögn í Þýskalandi árið 1990 þegar hann tryggði Þjóðverjum sigur á HM. Skoraði hann þá eina markið í úrslitaleik mótsins gegn Argentínu.
Hann lék tæplega 90 landsleiki fyrir Þýskalandi en á ferlinum lék hann með Bayern, Inter og Kaiserslautern.
Brehme lést á heimili sínum í Bæjaralandi en hann fékk hjartaáfall, hann var fluttur á sjúkrahús en ekki tókst að koma honum til lífs.
Brehme var einn af þekktari knattspyrnumönnum í sögu Þýskalandi en hans verður minnst um ókomna tíð.