Roy Hodgson hefur látið af störfum sem þjálfari Crystal Palace en þetta staðfesti félagið í kvöld.
Oliver Glasner tekur við liðinu en Hodgson er í dag að glíma við veikindi en var mjög valtur í sessi fyrir það.
Glasner verður ekki á hliðarlínunni í kvöld er Palace mætir Everton en mun stýra liðin uí næsta leik.
Hodgson er 76 ára gamall og er líklega hættur þjálfun en Glasner er 49 ára gamall og kemur frá Austurríki.
Hann vann Evrópudeildina með Frankfurt fyrir tveimur árum síðan og hefur einnig þjálfað Wolfsburg og LASK Linz.