Everton 1 – 1 Crystal Palace
0-1 Jordan Ayew(’66)
1-1 Amadou Onana(’84)
Það fór fram einn leikur í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en spilað var á Goodison Park í Liverpool.
Crystal Palace kom í heimsókn að þessu sinni og náði forystunni í gegnum Jordan Ayew á 66. mínútu.
Paddy McCarthy sá um að stýra liði Palace í kvöld þar sem Roy Hodgson er að glíma við veikindi.
Mark Ayew dugði að lokum ekki til en Amadou Onana tryggði Everton stig er sex mínútur voru eftir.
Everton fer úr fallsæti með stiginu og er fimm stigum frá Palace sem er í 15. sæti.