Það stefnir í svakalega titilbaráttu á Englandi en Liverpool leiðir kapphlaupið og er í bestu stöðunni eftir jafntefli Manchester City um helgina.
Liverpool er með 57 stig, Arsenal er með 55 stig og City er með 53 stig en lærisveinar Pep Guardiola eiga leik inni.
Leikirnir sem liðin eiga eftir eru margir áhugaverðir en City og Arsenal eiga nokkuð erfiðari leiki eftir.
Liverpool fær heimaleik gegn Manchester City þar sem margt gæti ráðist í baráttunni.
Arsenal heimsækir svo City á útivöll sem gæti einnig haft mikið að segja.
Öll liðin eiga svo eftir mæta Manchester United en Arsenal og Liverpool heimsækja Old Trafford en City fær granna sína á heimavelli.
Svona eru leikirnir sem liðin eiga eftir.