Samkvæmt Marca á Spáni hefur Kylian Mbappe skrifað undir samning við Real Madrid og eru tvær vikur síðan.
Hann kemur því frítt til spænska félagsins þegar samningur hans við PSG er á enda.
Segir í frétt Marca að Mbappe fái 85,5 milljónir punda fyrir það eitt að skrifa undir eða 15 milljarða.
Þar sem Mbappe kemur frítt þarf Real Madrid ekkert að borga kaupverð og fær Mbappe að njóta þess.
Mbappe verður launahæsti leikmaður Real Madrid en grunnlaun hans lækka þó talsvert frá því sem var hjá PSG.