Erik ten Hag hefur tröllatrú á á sínum mönnum en hann er þjálfari Manchester United í ensku úrvalsdeildinni.
Ten Hag segir að United hafi átt skilið að vinna á Emirates gegn Arsenal fyrr á tímabilinu og að möguleikinn hafi verið góður gegn Liverpool á Anfield.
Það eru svo sannarlega ekki allir sammála þessum ummælum Ten Hag sem sá sína menn vinna Aston Villa 3-1 um helgina.
,,Ég er sannfærður um það að við getum unnið hvaða lið sem er, bæði heima sem og á útivelli,“ sagði Ten Hag.
,,Við þurfum oft að hafa meiri trú á útivelli, við hefðum getað unnið gegn Arsenal og áttum það skilið. Við hefðum líka getað unnið í Liverpool.“