Leikmenn enska landsliðsins þurfa að fara í sex tíma rútuferð til að mæta Dönum á Evrópumótinu í Þýskalandi í sumar.
Ástæðan er sú að UEFA er með reglur er varðar útlosun og vill sambandið ekki stuðla að óþarfa flugferðum.
UEFA er að eyða 25 milljónum punda í átt að grænum lífsstíl sambandsins.
Enska liðið þarf því að taka þriggja tíma rútuferð í leikinn og aðra þrjá tíma til baka eitthvað sem þessir leikmenn eru ekki vanir.
Félög í Evrópu hafa fengið að heyra það fyrir að fljúga stutta vegalengd og UEFA vill koma fyrir það.