Það eru líkur á því að Chloe Kelly verði launahæsta kona heims í fótboltanum ef hún skrifar undir samning við Paris Saint-Germain.
Kelly er á mála hjá Manchester City í dag en hún á aðeins rúmlega eitt ár eftir af samningi sínum.
PSG er tilbúið að gera mikið til að semja við þennan 26 ára gamla leikmann sem hefur spilað með City síðan 2020.
Kelly er vængmaður og einnig enskur landsliðsmaður en hún hefur skorað 27 mörk í 82 leikjum fyrir City.
Talið er að Kelly myndi fá yfir 500 þúsund pund í árslaun hjá PSG sem væri met fyrir leikmann í kvennaliði.