fbpx
Miðvikudagur 09.júlí 2025
433Sport

Sagður staurblankur eftir að hafa sólundað ótrúlegum auðæfum

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 6. febrúar 2024 16:02

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Réttarhöld yfir Daniel Alves, fyrrum varnarmanni Barcelona og brasilíska landsliðsins, standa yfir í spænsku stórborginni en knattspyrnumaðurinn sigursæli er grunaður um alvarlegt kynferðisbrot á skemmtistað sem á að hafa átt sér stað 30. desember 2022. Alves var handtekinn í byrjun árs 2023 og hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan enda eru miklar líkur taldar á að hann flýi heim til Brasilíu fái hann um frjálst höfuð strokið.

Alves er sakaður um að hafa slegið konu á skemmtistaðnum og nauðgað henni en því hefur hann þráfaldlega neitað. Hefur Alves, sem er giftur tveggja barna faðir, játað að hafa stundað kynlíf með konunni en það hafi verið með samþykki beggja.

Knattspyrnukappinn  á yfir höfði sér 12 ára fangelsisdóm vegna hins meinta brots auk þess sem fórnarlamb hans fer fram á tæpar 23 milljónir króna í miskabætur.

Alves var með gríðarlegar tekjur á meðan ferli hans stóð og á einum tímapunkti voru eignir hans metnar á átta milljarða króna.

Það vakti því mikla athygli þegar að lögmaður Alves fullyrti að knattspyrnumaðurinn væri í dag eignalaus með öllu og bankareikningur hans væri neikvæður um þrjár milljónir króna.

Búist er við að réttarhöldunum ljúki á morgun, miðvikudag, en alls munu 28 einstaklingar bera vitni í málinu.

Alves er fertugur og á glæstan feril að baki. Hann hefur unnið alla stærstu titlanna í félagsliðaboltanum og leikið með liðum á borð við Barcelona, Juventus og Paris Saint-Germain. Þá varð hann elsti leikmaðurinn  til að spila fyrir hönd Brasilíu á HM í Katar.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið

Missti stjórn á skapi sínu í gærkvöldi og varð alveg kolbrjálaður – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Chelsea mætir Real eða PSG

Chelsea mætir Real eða PSG
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum

Verið aðdáandi Pogba síðan hann var krakki og fær nú að spila með honum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref

Andy Carroll gæti tekið óvænt skref
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár

Deco vorkennir fyrrum leikmanni Barcelona – Seldur eftir rúmlega eitt ár