fbpx
Miðvikudagur 24.desember 2025
433Sport

Kona sett í áhorfendabann hjá Newcastle fyrir ummæli um trans fólk – Sakar úrvalsdeildina um „Stasi“-tilburði

Ritstjórn DV
Mánudaginn 5. febrúar 2024 10:30

Linzi Smith. Skjáskot: Daily Mail.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enska úrvalsdeildarliðið Newcastle United  hefur sett 34 ára gamla konu, að nafni Linzi Smith, í áhorfendabann til ársins 2026, fyrir ummæli hennar á samfélagsmiðlinum X, sem áður hét Twitter, um transmálefni. Konan sagði meðal annars að trans fólk væri haldið geðsjúkdómi.

Málið hefur vakið töluverða athygli í breskum fjölmiðlum, ekki síst vegna þess að á vegum ensku úrvalsveildarinnar var farið í ítarlega, leynilega fjögurra mánaða langa rannsókn á högum Linzi og framgöngu hennar á samfélagsmiðlum. Gagnapakkinn sem safnað var leynilega var síðan sendur til lögreglunnar og voru þar meðal annars upplýsingar um heimilisfang Linzi. Eftir tveggja klukkustunda skoðun komst lögreglan hins vegar að því að Linzi hefði ekki gerst brotleg við lög. Newcastle ákvað engu að síður að setja Linzi í áhorfendabann til ársins 2026. Linzi hyggst leita lagalegs réttar síns og freista þess að fá bannið fellt úr gildi.

Fréttin greindi fyrst frá málinu hérlendis en meðal enskra fjölmiðla sem fjallað hafa um málið eru Daily Mail og The Telegraph.

Linzi líkir vinnubrögðum úrvalsdeildarinnar í málinu við vinnubrögð austurþýsku leyniþjónustunnar Stasi sem stundaði víðtækar njósnir á einkalífi borgara fyrrverandi þýska alþýðulýðveldisins á síðari hluta 20. aldar. Linzi segir: „Ég á erfitt með að trúa því að þetta hafi komið fyrir mig. Það vekur furðu að þeir hafi gengið svona langt vegna þess eins að ég tjáði skoðanir mínar, sem ég hef rétt á að tjá, á mínum eigin Twitter-reikningi.“

Samkvæmt frétt Daily Mail liggur fyrir að Linzi hafi ekki með nokkrum hætti sýnt af sér ámælisverða hegðun á leikjum liðsins heldur eru rannsóknin og bannið tilkomin vegna ummæla hennar á X. Linzi hefur verið tjáð að framganga hennar þar feli í sér áreitni og gangi gegn jafnréttisstefnu Newcastle United.

Sjá nánar hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“

Slot: „Þetta eru mikil vonbrigði“
433Sport
Í gær

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace

Vilja stela Johnson fyrir framan nefið á Palace
433Sport
Í gær

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Í gær

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“

Saka hann um að nota lyf sem enginn annar hefur efni á – ,,Lítur ekki út fyrir að vera heilbrigt“
433Sport
Í gær

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi

Arteta viðurkennir að hann sé ekki of öruggur í starfi