fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Mikael urðar yfir vini sína í Vesturbænum eftir ákvörðun þeirra – „Mér er drullusama, hvað halda menn að þeir séu?“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 5. febrúar 2024 10:00

Mikael Nikulásson, sparkspekingur og þjálfari KFA.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikael Nikulásson, þjálfari KFA í 2. deildinni og stuðningsmaður KR er verulega ósáttur með félagið sitt sem tók þá ákvörðun að spila ólöglegum leikmanni í úrslitum Reykjavíkurmótsins.

KR vann þá Víking í úrslitaleik en degi síðar dæmdi KSÍ að félagið hefði tapað leiknum 3-0 eftir að hafa spilað Alex Þór Haukssyni.

KR-ingar hafa játað því að hafa vitað að leikurinn myndi tapast með því að spila miðjumanninum knáa sem byrjaði á bekknum í leiknum.

„Hann viðurkenndi það, það er ótrúlegt að það eru einhverjir KR-ingar. Eðlilegir gæjar, sem telja að þetta sé bara æfingaleikur. Gjörningurinn, að bera ekki meiri virðingu fyrir mótinu sem slíku,“ sagði Mikael í eldræðu í Þungavigtinni sem birtist í gærkvöldi.

„Ég er mjög ósáttur, ég er KR-ingur en ég sef þó KR tapi leikjum. Það er fullt af liði sem gerir það ekki, ef ég væri það harður eins og ég var þegar ég var yngri þá væri ég búinn að berja á hurðir þarna. Það er enginn virðingu fyrir mótinu.“

Hann segir að úrslitaleikur Reykjavíkurmótsins sé stór í sögu KR, þarna hafi gamlir KR-ingar mætt og unnið marga úrslitaleikina.

„Gamlir KR-ingar sem eru fallnir frá í dag sem unnu þetta oft og með 4-5 þúsund á vellinum, þeir myndu ekki vera sáttir. Mér er drullusama, hvað halda menn að þeir séu? Mjög fáir þarna hafa unnið titla fyrir KR.“

Mikael segir þó að tímasetningin á leiknum sé það eina sem KR getur notað sem afsökun.

„Mér finnst þetta rosalega dapurt, ég gef KR eitt að það er fáránlegt að hann hafi farið fram á fimmtudegi. Að þeir hafi vitað það klukkan 22:00 á miðvikudegi að leikurinn væri daginn eftir, það var smá bomba út af því. Virðingin fyrir þessu og fyrir titli, þeir eru ekki margir þar núna. Við erum í 2. deild í flestum greinum.“

„Mér finnst þetta lélegt sem KR-ingur og það eru margir sammála mér, ákváðu að halda planinu? Hann hafði aldrei spilað leik fyrir KR og var ekki í byrjunarliðinu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu

Skoða framtíð Maguire og Shaw hjá félaginu
433Sport
Í gær

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað

Liverpool reyndi að losa sig við Diaz fyrir ári og vildu öflugan framherja í hans stað
433Sport
Í gær

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi
433Sport
Í gær

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn
433Sport
Í gær

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar

Hægt að tryggja sér miða núna á eftirsóknarverða leiki Strákanna okkar
433Sport
Í gær

United staðfestir brottförina

United staðfestir brottförina