Ísak Bergmann Jóhannesson lék allan leikinn fyrir lið Dusseldorf sem spilaði við Paderborn í dag.
Um var að ræða leik í þýsku B-deildinni en Paderborn hafði betur með fjórum mörkum gegn þremur.
Ísak lagði upp fyrsta mark Dusseldorf á 49. mínútu til að laga stöðuna í 3-1 fyrir gestina.
Því miður dugði það ekki til en Dusseldorf gerir sér enn vonir um að um að komast í efstu deild.
Dusseldorf er með 31 stig í fimmta sæti deildarinnar, fimm stigum frá Holstein Kiel sem er í því þriðja.