Það er möguleiki á að Jack Wilshere sé að yfirgefa Arsenal í annað sinn en hann er fyrrum leikmaður félagsins.
Wilshere hefur sótt um að taka við liði Aberdeen í Skotlandi en það félag leitar nú að þjálfara.
Reynsluboltinn Neil Warnock er einnig orðaður við starfið en Wilshere hefur sjálfur aldrei þjálfað aðallið.
Undanfarið ár hefur Wilshere þjálfað unglingalið Arsenal og hefur heillað marga í því starfi.
Wilshere hefur mikinn áhuga á að reyna fyrir sér sem aðalþjálfari og eru góðar líkur á að hann fái viðtal í Skotlandi.