Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, gaf ungum stuðningsmanni fallegt svar þegar kom að framherjanum Harry Kane.
Þessi ungi maður spurði Postecoglou hvort það væri möguleiki fyrir hann að kaupa Harry Kane aftur til félagsins.
Kane var seldur frá Tottenham til Bayern Munchen í sumar en hann er markahæsti leikmaður í sögu félagsins.
Postecoglou svaraði þessum ágæta strák á vinalegan hátt en litlar líkur eru á að Kane snúi aftur til Englands á næstunni.
,,Það væri frábært ef það væri möguleiki fyrir mig en það fallega við Harry er að allt sem hann hefur gert fyrir félagið verður í minningunni að eilífu,“ sagði Postecoglou.
,,Harry er ekki með okkur í dag en hann verður alltaf hluti af þessu knattspyrnufélagi.“