Kylian Mbappe er búinn að taka ákvörðun og ætlar að ganga í raðir Real Madrid í sumarglugganum.
Þetta fullyrðir Le Parisien en um er að ræða 25 ára gamlan leikmann sem er einn sá besti í heimi.
Mbappe var orðaður við lið á Englandi og þá sérstaklega Liverpool en ljóst er að hann fer ekki þangað.
Valið var á milli Paris Saint-Germain, núverandi liðs Mbappe, eða þá Real sem hefur sýnt Frakkanum áhuga í mörg ár.
Le Parisien segir að Mbappe muni ganga í raðir Real í sumar en samningur hans við PSG rennur út í júlí.