Sheffield United 0 – 5 Aston Villa
0-1 John McGinn(’12)
0-2 Ollie Watkins(’16)
0-3 Leon Bailey(’20)
0-4 Youri Tielemans(’30)
0-5 Alex Moreno(’47)
Sheffield United átti aldrei möguleika gegn Aston Villa í kvöld er liðin áttust við í ensku úrvalsdeildinni.
Sheffield varð sér raun til skammar í þessum leik og fékk á sig fjögur mörk í fyrri hálfleiknum.
Villa bætti við fimmta markinu í seinni hálfleik er Alex Moreno skoraði eftir sendingu frá Ollie Watkins.
Watkins átti stórkostlegan leik fyrir Villa en hann lagði upp tvö og skoraði eitt í þessum frábæra sigri.
Villa er nú með 46 stig í fjórða sæti, jafn mörg stig og bæði Manchester City og Arsenal.