Vestri hefur styrkt sig fyrir sumarið í Bestu deild karla en félagið hefur gert samning við miðvörðinn Jeppe Gertsen.
Um er að ræða fyrrum fyrirliða Frederica í B deild í Danmörku en hann á einnig að baki leiki í efstu deild landsins.
Gustav Kjeldsen verður ekki með Vestra í sumar vegna meiðsla og á Jeppe að fylla hans skarð.
Vestri tryggði sér sæti í efstu deild á síðasta tímabilið en liðið vann Aftureldingu í umspilinu og komst upp.
Jeppe er uppalinn hjá Silkeborg en lék með Frederica frá 2021 til 2024.