Það kom mörgum á óvart þegar Lionel Messi kom inná í vikunni í leik Inter Miami og Al-Nassr.
Um var að ræða æfingaleik en Al-Nassr vann sannfærandi 6-0 sigur og var þó án Cristiano Ronaldo.
Messi var upphaflega ekki valinn í leikmannahóp Miami vegna meiðsla en því var breytt á lokastundu.
Miami var búið að ná samkomulagi við styrktaraðila um að Messi myndi spila ákveðið hlutverk í þessum leik og var því ekki annað í stöðunni en að setja hann inná.
Messi er að glíma við smávægileg meiðsli en hann spilaði síðustu sjö mínúturnar í þessari niðurlægingu.