Margir voru hissa á gluggadeginum er Bayern Munchen tilkynnti komu unglingsins Jonah Kusi-Asare.
Um er að ræða efnilegan leikmann sem er að verða 17 ára gamall en hann gerir fimm ára samning við Bayern.
Kusi-Asare var myndaður hjá Bayern og hélt þar á treyju númer níu sem er í eigu stórstjörnunnar, Harry Kane.
Kane gekk í raðir Bayern í sumar frá Tottenham og hefur staðið sig virkilega vel með sínu nýja félagi.
Þessi misskilningur var leiðréttur snögglega en Kusi-Asare mun nota treyju númer níu fyrir varalið Bayern, ekki aðalliðið.
Um er að ræða sænskan strák sem kostaði Bayern 4,5 milljónir evra frá AIK Solna í Svíþjóð.