fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Héldu að Kane væri að missa níuna en misskilningurinn var fljótt leiðréttur

Victor Pálsson
Laugardaginn 3. febrúar 2024 20:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir voru hissa á gluggadeginum er Bayern Munchen tilkynnti komu unglingsins Jonah Kusi-Asare.

Um er að ræða efnilegan leikmann sem er að verða 17 ára gamall en hann gerir fimm ára samning við Bayern.

Kusi-Asare var myndaður hjá Bayern og hélt þar á treyju númer níu sem er í eigu stórstjörnunnar, Harry Kane.

Kane gekk í raðir Bayern í sumar frá Tottenham og hefur staðið sig virkilega vel með sínu nýja félagi.

Þessi misskilningur var leiðréttur snögglega en Kusi-Asare mun nota treyju númer níu fyrir varalið Bayern, ekki aðalliðið.

Um er að ræða sænskan strák sem kostaði Bayern 4,5 milljónir evra frá AIK Solna í Svíþjóð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah

Talað um að Liverpool sé farið að skoða arftaka fyrir Salah
433Sport
Í gær

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“

Howe ræðir málefni Isak í fyrsta sinn – „Samskiptin urðu erfið eftir það“