Ungstirnið Lucas Bergvall er genginn í raðir Tottenham í ensku úrvalsdeildinni en þetta hefur félagið staðfest.
Um er að ræða gríðarlega efnilegan leikmann frá Svíþjóð en Svíar binda miklar vonir við miðjumanninn.
Bergvall er aðeins 18 ára gamall og kemur frá Djurgarden en spilaði tæplega 30 leiki fyrir aðalliðið.
Barcelona sýndi honum mikinn áhuga í janúarglugganum en Tottenham hafði betur að lokum.
Talið er að Tottenham borgi um 9 milljónir punda fyrir strákinn sem hefur spilað A landsliðsleik fyrir Svía.