Jose Mourinho er opinn fyrir því að taka aftur við Manchester United en frá þessu greinir the Daily Mail.
Mourinho er 61 árs gamall en hann var rekinn frá Roma fyrr í vetur og er nú atvinnulaus.
Mourinho telur að verkefni sitt hjá United sé ekki klárað en hann þjálfaði liðið frá 2016 til 2018 og vann Evrópudeildina.
Erik ten Hag er þjálfari United í dag en óvíst er hvort hann haldi áfram eftir tímabilið eftir erfitt gengi í vetur.
Mourinho hefur unnið ófáa titla á sínum ferli og þjálfað lið eins og United, Chelsea, Real Madrid, Inter Milan og Tottenham.