Kylian Mbappe mun ekki spila í ensku úrvalsdeildinni næsta vetur en þetta fullyrðir blaðamaðurinn Rudy Galetti.
Mbappe hefur verið orðaður við Liverpool en hann er á mála hjá Paris Saint-Germain í Frakklandi.
Samkvæmt Galetti er Mbappe að horfa á tvo möguleika en hann verður samningslaus í Frakklandi í sumar.
Mbappe mun annað hvort skrifa undir nýjan samning við PSG eða þá ganga í raðir Real Madrid.
Mbappe hefur aldrei farið leynt með það að það sé hans draumur að spila fyrir Real og er spænska liðið að gera allt í sínu valdi til að fá leikmanninn í sínar raðir.