Arturo Vidal var kynntur til leiks sem nýr leikmaður Colo Colo í vikunni en hann snýr aftur til félagsins eftir 17 ár.
Vidal er 36 ára gamall í dag en hann átti farsælan feril í Evrópu og spilaði fyrir lið eins og Juventus, Bayern Munchen, Barcelona og Inter Milan.
Vidal fékk ótrúlegar móttökur í heimalandinu en 35 þúsund manns voru mættir til að bjóða hann velkominn.
Fyrst kom Vidal á svæðið á þyrlu og fór á hestbak í kjölfarið – ekki nóg með það þá setti hann á sig kórónu og bar sverð líkt og kóngur.
Myndband af þessu má sjá hér.
Arturo Vidal arrived at his Colo Colo unveiling in a helicopter, before riding a horse dressed as a king, wearing a crown and holding a sword as he toured the pitch while greeting approximately 35,000 fans in Santiago, as he returned to the club after 17 years away pic.twitter.com/04ZDLHvybc
— Guardian sport (@guardian_sport) February 2, 2024