Eggert Gunnþór Jónsson hefur skrifað undir við KFA og mun leika með liðinu í 2. deild karla í sumar. Þetta hefur 433.is fengið staðfest.
Eggert kemur til KFA frá FH þar sem hann hefur leikið undanfarin ár.
Eggert verður spilandi aðstoðarþjálfari KFA en félagið leikur heimaleiki sína í Fjarðabyggð, þar sem Eggert spilaði sína fyrstu leiki í meistaraflokki árið 2004. Mikael Nikulásson er þjálfari KFA.
Nú 21 áru síðar snýr Eggert aftur heim en hann var á skýrslu liðsins í Kjarnafæðimótinu um síðustu helgi en hefur nú skrifað undir.
Eggert sem er 35 ára gamall var atvinnumaður í knattspyrnu í fjórtán ár áður en hann samdi við FH sumarið 2020. Bæði FH og Valur höfðu skoðað að ráða Eggert sem aðstoðarþjálfar í vetur en af því varð ekki.
Eggert spilaði 21 A-landsleik fyrir Ísland á ferli sínum en ljóst er að koma hans er hvalreki fyrir KFA sem var nálægt því að komast upp úr 2. deildinni síðasta sumar.