Jude Bellingham elskar lífið hjá Real Madrid, þar sem hann hefur farið á kostum.
Miðjumaðurinn ungi gekk í raðir Real Madid frá Dortmund í sumar og hefur staðið sig enn betur en fólk þorði að vona.
Bellingham ræddi við sjónvarpsstöð félagsins á dögunum.
„Real Madrid er stærsta félag heims. Það er öðruvísi þegar þú upplifir það sjálfur. Fólk skilur ekki hvað þetta er stórt,“ sagði hann meðal annars í viðtalinu.
Bellingham fær aldrei frið sem getur verið erfitt.
„Maður getur hvergi farið án þess að fólk þekki þig. Það getur verið gott en líka slæmt,“ sagði hann enn fremur.
Bellingham, sem er aðeins tvítugur, er kominn með 18 mörk og 8 stoðsendingar í öllum keppnum á tímabilinu.