Það er útlit fyrir að Chelsea muni hleypa framherja sínum, Armando Broja, burt á láni áður en félagaskiptaglugganum verður skellt í lás í kvöld.
Albanski framherjinn hefur verið sterklega orðaður burt frá Chelsea í mánuðinum en hann vill meiri spiltíma.
Broja mun fá að fara en þarf að velja hvort það verði til Fulham eða Wolves. Félögin keppast við að ná skiptunum í gegn fyrir klukkan 23 í kvöld, þegar glugginn lokar.
AC Milan hefur einnig áhuga en tekst ekki að fá framherjann í bili af fjárhagslegum ástæðum. Ítalska félagið gæti þó reynt aftur í sumar.
Uppfært 17:33 Broja fer til Fulham sem greiðir 4 milljónir punda fyrir lán út tímabilið. Fabrizio Romano segir frá.
🚨 Formula close to being agreed by Chelsea for Armando Broja to exit on loan. 22yo will then decide on Fulham or Wolves. AC Milan enquired but financial constraints prevented it; could revisit in summer @TheAthleticFC #CFC #FFC #WWFC #ACMilan #DeadlineDay https://t.co/GfPkOkHWJx
— David Ornstein (@David_Ornstein) February 1, 2024