Newcastle United hefur keypt hinn unga Alfie Harrison frá Manchester City.
Félagaskiptin voru staðfst áðan en Harrison gerir tveggja ára samning við Newcastle.
Harrison er 18 ára gamall en kaupverðið gæti orðið allt að 3,5 milljón punda.
Harrison er eini leikmaðurinn sem Newcastle hefur keypt í janúar.
Newcastle hefur ekki mikla fjármuni með að spila vegna FFP regluverksins en félagið er þó það ríkasta í heimi.