Manchester United er að selja norska miðjumanninn Isak Hansen-Aarøen til Werder Bremen í Þýskalandi.
Hansen-Aarøen er 19 ára gamall en hann er mikið efni og miklar væntingar hafa verið gerðar til hans í Manchester.
Hansen-Aarøen vildi hins vegar fá fleiri tækifæri og hefur viljað fara vegna þess.
Þýska félagið kaupir Hansen-Aarøen nú frá Manchester United á lokadegi gluggans.
United keypti Hansen-Aarøen frá Tromso sumarið 2020 en nú yfirgefur hann herbúðir félagsins.
🚨🟢 Werder Bremer are exchanging documents with Man United for Isak Hansen-Aarøen deal.
Permanent move and medical in Bremen later today, player travelling to complete #DeadlineDay move as @arilasos reports.
Contract until June 2028. pic.twitter.com/dKGvIjrycO
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) February 1, 2024