fbpx
Fimmtudagur 10.júlí 2025
433Sport

Dæmdur fyrir naugðun á Íslandi en hefur ekki setið af sér dóminn og flúði land – Dúkkar nú upp í Argentínu

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 1. febrúar 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andrés Escobar fyrrum leikmaður Leiknis Reykjavíkur hefur fengið frá samningi við Nueva Chicago í Argentínu. Fótbolti.net vakti fyrst athygli á félagaskiptum hans.

Málið vakti nokkra athygli hér á landi en Escobar var dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu hér á landi.

Escobar var dæmdur fyrir að hafa þann 19. september brotið kynferðislega á konu á heimili sínu. Sama dag hafði Escobar tekið þátt í leik Leiknis og Keflavíkur og lék allar 90 mínúturnar.

e

Hann var settur í farbann vegna málsins en tókst þrátt fyrir það að koma sér úr landi og hefur ekki afplánað þann tæplega þriggja ára dóm sem hann átti að sitja af sér.

Escobar fór yfir málið í viðtali í heimalandi sínu, Kólumbíu. „Ég hitti hana í miðborginni, hún sagði mér að mér henni líkaði mjög vel við menningu Kólumbíumanna og við litaða stráka; Við ákváðum að fara í íbúðina mína með samþykki beggja. Það sem gerðist á milli tveggja fullorðinna einstaklinga var með samþykki beggja.“

„Daginn eftir var allt eðlilegt, ég á samtöl í símanum mínum. Ég beið eftir að hún kæmi aftur til mín, ég áttaði mig á því að jakkinn hennar væri enn hjá mér. Hún tjáði mér að foreldrar hennar myndu sækja hann. Mér fannst það skrítið en þeir sem komu voru lögreglan. Hún segist ekki muna eftir neinu og vinur hennar tjáði henni að þá væri þetta nauðgun. Lögreglan segir hana ekki hafa verið í ástandi til að veita samþykkt og að þetta hafi verið nauðgun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik

Íslendingar láta gengið ekki á sig fá – Fjölmenntu þó langt væri í leik
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Aftur farnir að eltast við Garnacho

Aftur farnir að eltast við Garnacho
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035

United ræður mann í að klára nýjan völl – Vilja halda úrslitaleik HM árið 2035
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“

Þarf fleiri sálfræðinga svo stelpurnar geti náð árangri? – „Aug­ljós­asta niðurstaðan í þessu öllu sam­an“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni

United gengur frá kaupum á gríðarlega efnilegum leikmanni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt

Keyrði framhjá vettvangi rétt eftir slysið hjá Diogo Jota – Lofar fólki því að þeir keyrðu ekki of hratt