Andrés Escobar fyrrum leikmaður Leiknis Reykjavíkur hefur fengið frá samningi við Nueva Chicago í Argentínu. Fótbolti.net vakti fyrst athygli á félagaskiptum hans.
Málið vakti nokkra athygli hér á landi en Escobar var dæmdur fyrir að hafa nauðgað konu hér á landi.
Escobar var dæmdur fyrir að hafa þann 19. september brotið kynferðislega á konu á heimili sínu. Sama dag hafði Escobar tekið þátt í leik Leiknis og Keflavíkur og lék allar 90 mínúturnar.
✍🏼 El jugador Andrés Escobar firmó contrato con nuestra institución.
⚽ El volante ofensivo de 32 años estará vinculado a Nueva Chicago hasta el 31 de diciembre de 2024. Llega libre con el pase en su poder.
Bienvenidos y el mayor de los éxitos! 🇨🇴💚🖤 pic.twitter.com/5BNONYK3uj
— Nueva Chicago (@NuevaChicago) January 4, 2024
e
Hann var settur í farbann vegna málsins en tókst þrátt fyrir það að koma sér úr landi og hefur ekki afplánað þann tæplega þriggja ára dóm sem hann átti að sitja af sér.
Escobar fór yfir málið í viðtali í heimalandi sínu, Kólumbíu. „Ég hitti hana í miðborginni, hún sagði mér að mér henni líkaði mjög vel við menningu Kólumbíumanna og við litaða stráka; Við ákváðum að fara í íbúðina mína með samþykki beggja. Það sem gerðist á milli tveggja fullorðinna einstaklinga var með samþykki beggja.“
„Daginn eftir var allt eðlilegt, ég á samtöl í símanum mínum. Ég beið eftir að hún kæmi aftur til mín, ég áttaði mig á því að jakkinn hennar væri enn hjá mér. Hún tjáði mér að foreldrar hennar myndu sækja hann. Mér fannst það skrítið en þeir sem komu voru lögreglan. Hún segist ekki muna eftir neinu og vinur hennar tjáði henni að þá væri þetta nauðgun. Lögreglan segir hana ekki hafa verið í ástandi til að veita samþykkt og að þetta hafi verið nauðgun.“