Um er að ræða tvo af okkar bestu og reynslumestu mönnum en þátttaka þeirra er í mikilli óvissu vegna meiðsla.
„Það eru helmingslíkur á að bæði Aron Einar og Gylfi Þór verði klárir í slaginn gegn Ísrael,“ sagði Hareide í samtali við Morgunblaðið í dag.
Aðrir leikmenn ættu þó að vera klárir.
„Eina óvissan eru Aron og Gylfi en langflestir leikmenn liðsins eru að spila mjög reglulega með sínum félagsliðum sem eru frábærar fréttir fyrir okkur. Þeir eru líka að standa sig vel sem er alltaf plús. Ég hef fylgst mjög náið með leikmönnunum undanfarna mánuði og satt best að segja er ég svo gott sem búinn að stilla upp byrjunarliðinu, fyrir leikinn gegn Ísrael, í hausnum á mér.“
Ísland mætir Ísrael þann 21. mars en sigurvegari leiksins mætir Bosníu-Hersegóvínu eða Úkraínu í úrslitaleik um sæti á EM.