Argentínumaðurinn Angel Di Maria hrósaði landa sínum Alejandro Garnacho í nýju viðtali en hann vill sjá hann hætta einu.
Garnacho er 19 ára gamall en er þegar orðinn fastamaður í liði Manchester United.
„Hann er fljótur og mjög hæfileikaríkur. Hann mun öðlast mikla reynslu með landsliðinu. Það hjálpaði mér á allan hátt,“ sagði Di Maria, en Garnacho á að baki þrjá A-landsleiki fyrir Argentínu.
„Hann á framtíðina fyrir sér. Þetta er undir honum komið, hvort hann höndli þetta. Það er ástæða fyrir því að hann er að spila fyrir Manchester United.“
Di Maria vill þó sjá hann hætta að fagna að hætti Cristiano Ronaldo, eins og hann hefur lagt í vana sinn.
„Ég myndi ekki fagna eins og Ronaldo heldur gera frekar eins og Messi.“