fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
433Sport

Fyrrum landsliðsmaðurinn Trausti Haraldsson látinn- „Var ávallt ljúfur drengur“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 31. janúar 2024 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trausti Haraldsson, Framari og fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu, lést 20. janúar síðastliðinn, tæplega 67 ára. Fram minnist hans á heimasíðu sinni.

„Við fráfall Trausta Haraldssonar sér Fram á bak góðum, traustum og einum af bestu knattspyrnumönnum félagsins í gegnum tíðina,“ segir meðal annars í minningargrein Framara um Trausta.

Trausti vakti mikla athygli ungur að árum og var farinn að spila með aðalliði Fram strax 18 ára. Hann varð þá bikarmeistari með liðinu 1979 og 1980, en það ár var hann krýndur „Besti leikmaður Íslandsmótsins“ hjá Morgunblaðinu.

Trausti æfði jafnframt með hollenska liðinu Utrecht og þýska liðinu Hertha Berlin um tíma en ákvað að koma heim þrátt fyrir að síðarnefnda liðið hafi viljað halda honum lengur.

Kappinn lék 20 landsleiki fyrir Íslands hönd. Sá fyrsti var gegn Vestur-Þjóðverjum á Laugardalsvelli 1979 og sá síðasti kom gegn Noregi 1984.

Það kom mörgum á óvart þegar Trausti lagði skóna á hilluna 1984, aðeins 27 ára gamall.

„Var ávallt ljúfur drengur, léttur í lund og mikill húmoristi. Það var kátt í kringum Trausta,“ segir einnig á heimasíðu Fram, en greinina í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni

Hinn afar spennandi stjóri á óskalistanum á Spáni
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mættur til æfinga með Arsenal á nýjan leik

Mættur til æfinga með Arsenal á nýjan leik
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Góður liðsstyrkur til Valsara

Góður liðsstyrkur til Valsara
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan

Segir Hermann hafa verið fjórða mann á blaði Vals og nefnir þá þrjá sem voru á undan
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu

Varpa ljósi á afar óhugnanlegt atvik í London – Beindi byssu að þekktum leikmanni á fjölfarinni götu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins

Slot með augastað á leikmanni sem er nýkominn til Lundúnaliðsins