Hugo Mallo fyrrum leikmaður Celta Vigo á Spáni þarf að mæta fyrir dómara í júlí vegna ákæru um að hafa áreitt konu kynferðislega.
Konan vann sem lukkudýr hjá Espanyol og var klædd í sérstakan búning félagsins.
Mallo spilar í dag í Brasilíu en réttahöldin áttu að fara fram á síðasta ári en var frestað en nú fara þau fram.
Atvikið átti sér stað í apríl árið 2019 en þar gekk Mallo fram hjá lukkudýrinu og sést nokkuð greinilega grípa í brjóst hennar.
Hún lét strax vita af atvikinu og hefur síðan þá verið í kerfinu og nú er komið að dómstólum að kveða upp sinn dóm.
O momento em que Hugo Mallo teria abusado sexualmente da moça que estava representando o mascote do Espanyol, em 2019.
Inter já se manifestou, declarando confiança na versão do atleta, que também vai se manifestar. O julgamento está marcado pro dia 11 de julho, em Barcelona. pic.twitter.com/QnvmILKw86
— Lucas Dias (@_olucasdias) January 30, 2024