Neymar leikmaðru Al-Hilal og Brasilíu hefur farið fram á það að fyrirsætan Amanda Kimberlly fari í DNA próf til að sanna það að hann eigi barnið sem hún gengur með.
Kimberlly er genginn fjóra mánuði og segir að Neymar sé faðir barnsins.
Neymar hélt framhjá fyrrum unnustu sinni en hann og Bruna Biancardi eignuðust barn saman í október. Þau slitu sambandinu í nóvember.
Neymar átti fyrir eitt barn en vill fá það á hreint hvort hann eigi von á sínu þriðja barni með Kimberlly.
Kimberlly segir að aðeins Neymar komi til greina en milljarðamæringurinn fer fram á DNA próf ef hann á að axla ábyrgð á þessu.