Neymar leikmaður Al-Hilal og Brasilíu blæs á þær sögur um að hann sé að fitna hressilega nú þegar hann er frá vegna meiðsla.
Hann svarar þessu með því að birta myndband og rífur upp boltinn. „Of þungur? Frábært en feitur? Það held ég ekki, japplið á þessu þið sem hatið mig.“
Neymar hefur átt frábæran feril með Barcelona og PSG en ákvað að skella sér til Sádí síðasta sumar til að stækka bankabókina.
Neymar fær að vera í endurhæfingu sinni í Brasilíu en þar virðist hann hafa bætt miklu á sig og vekja fjölmiðlar athygli á því.
Neymar mætti á viðburð í Brasilíu um helgina og þar er hann sagður vera nokkuð þungur miðað við það sem venjan er.
Hann svarar þessu í myndbandi hér að neðan.
🚨🇧🇷 Neymar responds to criticism and photos about being overweight… 🗣️
"Overweight, great. But, fat? I don't think so! Suck it, haters! Put up with it or freak out!" pic.twitter.com/ap6EIhgsM0
— EuroFoot (@eurofootcom) January 30, 2024