Pep Guardiola segist ekki vera að íhuga það að hætta hjá Manchester City en hann var spurður út í framtíð sína eftir tíðindi síðustu daga.
Jurgen Klopp er að hætta sem þjálfari Liverpool og Xavi er að hætta sem þjálfari Barcelona, það eru því breytingar.
Guardiola ætlar að halda áfram með City en dómsmál gegn City gæti þó haft áhrif á Guardiola ef City fengi þunga refsingu.
„Mér líður vel hjá City, þessu lýkur auðvitað einn daginn en ég hef ekkert pælt í því núna,“ segir Guardiola.
„Ég hef oft sagt það, ég hef allt sem stjóri getur óskað sér. Ég hef allt, ég er með stuðning frá þeim sem ráða, leikmannana og við erum með gott umhverfi.“