Crystal Palace fékk í dag til sín öflugan bakvörð úr belgíska boltanum.
Um er að ræða hinn 27 ára gamla Daniel Munoz en hann kemur frá Genk.
Munoz er að eiga frábært tímabil með Genk í belgísku úrvalsdeildinni, þar sem hann hefur skorað fimm mörk og lagt upp eitt úr hægri bakverðinum.
Munoz skrifar undir þriggja og hálfs árs samning við Palace, sem hefur verið í vandræðum undanfarið og er fimm stigum fyrir ofan fallsvæðið. Þá er möguleiki á framlengingu um eitt ár inni í samningnum.
Munoz á að baki 23 A-landsleiki fyrir hönd Kólumbíu.
Welcome to Palace, Daniel Muñoz 🤙😍#CPFC
— Crystal Palace F.C. (@CPFC) January 30, 2024