Wanda Nara, umboðsmaður og eiginkona Mauro Icardi er umdeild og veit af því. Hún skellti sér heim til Argentínu á dögunum og fór í pottapartý.
Þar lét hún smella af sér ansi mörgum myndum og skellti bossanum beint í myndavélina.
Wanda og Mauro hafa upplifað ýmislegt í sambandi sínu og hafa ítrekað hætt saman og rætt það opinberlega en alltaf náu þau saman aftur.
Parið er búsett ásamt börnum sínum í Tyrklandi þar sem Mauro Icardi spilar með Galatasaray.
Wanda er hins vegar alltaf á flakki um heiminn og gerir það ansi gott sem fyrirsæta og áhrifavaldur.