Enska blaðið Daily Mail fjallar um það ástand sem sagt er nú vera á völlum í enskum fótbolta, aukin notkun á kókaíni er sögð ástæða þess að ofbeldi er orðið daglegt brauð.
Mörgum var brugðið um liðna helgi þegar harkaleg slagsmál brutust út í leik West Brom og Wolves, stuðningsmenn liðanna ruddust yfir völlinn og svæði á vellinum til þess að slást.
Segir í frétt Daily Mail að öll félög á Englandi glími nú við hópa sem mæti á völlinn og noti kókaín og að vandamálin séu að verða stærri.
Segir í frétt Daily Mail að eftir COVID, þegar fólki var hleypt á völlinn á nýjan leik þá hafi ástandið versnað.
Um sé að ræða hóp ungra manna sem mæti á völlinn og taki kókaín á klósettum vallanna og leiti að vandamálum. Segir í frétt Daily Mail að það sé aukin notkun kókaíns á Englandi og það komi fram á knattspyrnuvöllum.
Segir einnig að margir stuðningsmenn séu hættir að vilja fara á útileiki þar sem vandamálin séu oft mörg.