Antonio Conte er á barmi þess að koma sér aftur í leikinn og samkvæmt miðlum á Ítalíu er hann á barmi þess að taka við AC Milan.
Stefano Pioli gæti hætt með AC Milan í sumar og er félagið sagt vilja fá Conte.
Conte hefur áður starfað í borginni og þjálfaði áður Inter Milan en nú gæti hann farið í rauða og svarta liðið.
Conte hefur verið án atvinnu eftir að hafa verið rekinn frá Tottenham á síðasta ári.
Milan er sagt vilja bjóða honum samning en Zlatan Ibrahimovic sem er ráðgjafi AC Milan hefur tekið samtalið við Conte samkvæmt fréttum.