fbpx
Þriðjudagur 20.maí 2025
433Sport

Rúnar spurður út í breytingarnar í Vesturbænum – „Það er verið að gera það núna en var ekki gert undir minni stjórn síðustu ár“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 30. janúar 2024 11:30

Rúnar á góðri stundu sem þjálfari KR. Mynd: Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rúnar Kristinsson segir að tími hafi verið til kominn að setja pening í leikmannakaup KR. Félagið hefur vakið athygli á félagaskiptamarkaðnum undanfarið.

Rúnar, sem er goðsögn í Vesturbænum, yfirgaf KR í haust í kjölfar þess að samningur hans var ekki endurnýjaður. Gregg Ryder tók við sem þjálfari og síðan hafa menn á borð við Aron Sigurðarson og Alex Þór Hauksson komið til félagsins úr atvinnumennskunni. Talið er að KR ætli að setja enn meiri pening í fleiri leikmenn.

Í sjónvarpsþætti 433.is var Rúnar spurður að því hvort hann hafi séð fyrir að auknir fjármunir væru á leið inn í KR áður en hann fór.

„Í raun og veru ekki. Það var auðvitað kominn tími til að settur yrði peningur í leikmenn. Ég svosem veit ekki hvað er að koma eða hvernig menn eru að gera þetta núna. Það er búin að vera öðruvísi vinna en undanfarin ár með mér, hvort sem hún var skipulögð eða ekki,“ sagði Rúnar.

video
play-sharp-fill
Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér :

Einnig er hægt að hlusta á Spotify eða hlaðvarpsþjónustu Google

„KR á að mínu mati alltaf að vera með lið sem getur barist um titla og það þarf að bakka það upp með leikmönnum. Það er verið að gera það núna en var ekki gert undir minni stjórn síðustu 2-3 ár, að mínu mati.“ 

Rúnar neitar því ekki að hafa viljað sjá aukna fjármuni koma inn í félagið á meðan hann var þar en dvelur ekki við það nú.

„Það myndu allir þjálfarar vilja fá fullt af peningum til að nota en það er ekki þar með sagt að þú vinnir eitthvað. Þó þú náir í bestu leikmennina þarftu að búa til gott lið, móral og umgjörð.

Ef við tökum árið í fyrra hefði maður viljað fá eitthvað svona. En ég hef unnið með þá leikmenn sem ég fæ. Þó maður hafi reynt að fá eitthvað annað hafa svörin stundum verið að það sé ekki til peningur. Þá þarf maður bara að vinna með það, ég fer ekkert að grenja. En þá þarf maður líka að vera tilbúinn að lækka væntingarnar í stað þess að vera með einhvern gorgeir og þykjast geta unnið deildina með lið sem kannski á ekki séns á því,“ sagði Rúnar.

Viðtalið í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Rosalegur reikningur af strippklúbb lekur út – Hentu frægum vini sínum undir rútuna

Rosalegur reikningur af strippklúbb lekur út – Hentu frægum vini sínum undir rútuna
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Besta deildin: Blikar einir á toppnum eftir sigur á Val – FH kom sér úr botnsætinu og jafnt í Garðabæ

Besta deildin: Blikar einir á toppnum eftir sigur á Val – FH kom sér úr botnsætinu og jafnt í Garðabæ
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Íslandsvinurinn gaf þriggja ára dóttur sinni úr sem kostar tæpar 2 milljónir

Íslandsvinurinn gaf þriggja ára dóttur sinni úr sem kostar tæpar 2 milljónir
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Segir að Grealish verði að fara eftir örlög hans um helgina

Segir að Grealish verði að fara eftir örlög hans um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fleiri mörk í meira en helmingi færri leikjum

Fleiri mörk í meira en helmingi færri leikjum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Miskunnarlaus ákvörðun Liverpool

Miskunnarlaus ákvörðun Liverpool
433Sport
Í gær

Viðbrögð hans um helgina vöktu athygli – Nú orðaður við United og annað stórlið

Viðbrögð hans um helgina vöktu athygli – Nú orðaður við United og annað stórlið
433Sport
Í gær

Óttast mjög að Amorim gangi burt í sumar

Óttast mjög að Amorim gangi burt í sumar
Hide picture