Það er ekki loku fyrir það skotið að Tottenham takist að krækja í Conor Gallagher, miðjumann Chelsea, áður en félagaskiptagluggann verður skellt í lás á fimmtudag.
Það er The Times sem segir frá þessu en Tottenham hefur lengi haft augastað á Gallagher og reyndi til að mynda að fá hann síðasta sumar.
Gallagher er mikilvægur hluti af liði Chelsea og hefur oft verið með fyrirliðabandið á þessari leiktíð. Chelsea gæti hins vegar freistað þess að selja hann þar sem hann er uppalinn hjá félaginu og að selja slíka leikmenn hjálpar félögum verulega gagnvart Financial Fair Play reglum.
Samningur Gallagher rennur út eftir næstu leiktíð en Tottenham þarf að hafa hraðar hendur ef félagið ætlar að fá hann í þessum mánuði.