fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Vill enginn fara til Manchester United? – ,,Hvernig ætla þeir að selja verkefnið?“

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. janúar 2024 13:33

Gety

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andy Cole, goðsögn Manchester United, hefur áhyggjur af næsta félagaskiptaglugga félagsins sem opnar í sumar.

United hefur ekki heillað marga á þessu tímabili og er Cole á því máli að það verði erfitt fyrir félagið að fá til sín stór nöfn miðað við gengið og andrúmsloftið í dag.

Erik ten Hag er stjóri United þessa stundina en hann gæti mögulega verið valtur í sessi eftir brösugt gengi í vetur.

,,Það verður mjög fróðlegt að sjá hvernig þeir ætla að fá inn leikmenn í sumar og fá leikmenn til að spila á Old Trafford,“ sagði Cole.

,,Þetta snýst mikið um hvar þeir enda í deildinni og hvort þeir spili í Evrópukeppni á næsta tímabili. Ef þeir komast ekki þangað, hvernig ætla þeir að selja verkefnið?“

,,Ég held að það verði erfitt fyrir United að lokka stóra leikmenn til félagsins í sumar, hversu margir eru að fara að hafna Manchester City eða Liverpool til að koma hingað?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið