fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Mourinho sagður mjög reiður – Hættur að fylgjast með á Instagram

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. janúar 2024 15:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jose Mourinho var rekinn frá Roma á dögunum en hann tók við liðinu 2021 og vann Sambandsdeildina á sínum tíma þar.

Mourinho varð 61 árs gamall í gær en hann hefur þjálfað stórlið á sínum ferli og má nefna Chelsea, Inter Milan, Real Madrid, Manchester United og Tottenham.

Mourinho er hættur að fylgja Roma á Instagram síðu sinni en talið er að hann sé afskaplega óánægður með brottreksturinn.

Gengið var svo sannarlega ekki gott í vetur en Roma hefur tapað sjö af 21 leik og situr í áttunda sæti.

Greint er frá því að Mourinho sé alls ekki sáttur með vinnubrögð Roma en hann vildi meiri tíma til að snúa gengi liðsins við.

Hvert Portúgalinn fer næst er óljóst en hann hefur verið orðaður við félög í Sádi Arabíu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski

Óvænt félag í umræðuna um Lewandowski
433Sport
Í gær

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“

Kristján ósáttur eftir uppákomu í Sky Lagoon – „Var búinn að borga 30 þúsund kall fyrir þetta“
433Sport
Í gær

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni