fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Zidane stoltur en ákvað að hafna tilboðinu

Victor Pálsson
Laugardaginn 27. janúar 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Zinedine Zidane er enn án starfs eftir að hafa yfirgefið lið Real Madrid þar sem hann náði frábærum árangri sem bæði leikmaður og þjálfari.

Margir bíða eftir að sjá hvað Zidane gerir næst en hann hefur verið orðaður við þónokkur félagslið sem og landslið.

Samkvæmt L’Equipe í Frakklandi fékk Zidane freistandi boð á dögunum um að taka við liði Alsír sem féll óvænt úr keppni í riðlakeppni Afríkukeppninnar.

Báðir foreldrar Zidane koma frá Alsír en hann ólst upp í Frakklandi og gerði garðinn frægan sem landsliðsmaður Frakka.

Zidane var víst mjög stoltur að heyra af áhuga Alsír en hafnaði boðinu – landsliðið er nýbúið að reka Djamel Belmadi úr starfi.

Belmadi náði flottum árangri sem landsliðsþjálfari í sex ár en gengið í keppninni var slæmt og var hann því látinn fara.

Talið er að Zidane vilji taka við félagsliði frekar en landsliði en hann hefur áður hafnað boðum frá bæði Brasilíu og Bandaríkjunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur

Chelsea kaupir öflugan framherja frá Hollandi – Spilar fyrir félag sem er með sömu eigendur
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji

Amorim treystir ekki Lammens um helgina og staðfestir að Bayındır byrji
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð

Líkleg byrjunarlið í Manchester slagnum – Búist við að bæði lið frumsýni nýjan markvörð
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak

Slot passaði þegar hann var spurður út í Guehi – Hefur átt í litlum samskiptum við Isak
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill

Nýr þáttur af Íþróttavikunni með Guðjóni Pétri – Stórar hindranir en stórkostlegur ferill
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal

Aldís velur hóp fyrir mót í Portúgal
433Sport
Í gær

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir

Langt síðan Mainoo fór að hafa áhyggjur af stöðu sinni – Hófst allt þegar hann heyrði þessar fréttir
433Sport
Í gær

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið

Misstu af honum í sumar og nú eru fleiri stórlið komin í kapphlaupið