fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Rikki G sveiflaði kylfum með Eggerti á Tene – Segir það stóra ástæðu þess að Eggert haldi nú heim á leið

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 26. janúar 2024 10:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eggert Gunnþór Jónsson er á leið í KFA en Mikael Nikulásson þjálfari liðsins staðfestir þetta í Þungavigtinni í dag en Eggert er uppalinn á Austfjörðum.

Eggert verður 35 ára á þessu ári en samningur hans við FH var á enda. Hann hafði verið orðaður við aðstoðarþjálfarastarfið hjá Val og FH eftir tímabilið.

Nú er ljóst að þessifyrrum landsliðsmaður er á leið heim og mun leika með KFA í 2 deildinni auk þess að vera aðstoðarþjálfari liðsins.

Hugmyndin að þessu kom upp þegar Eggert spilaði golf með góðum vini Mikaels, sjálfum Ríkharð Óskari Guðnasyni. Fóru þeir hring saman á Tenerife í nóvember.

„Það er bara akkúrat þannig, þetta kom í gegnum Ríkharð fyrst. Það eru allar líkur á að Eggert Gunnþór sé að koma í KFA,“ sagði Mikael í þættinum og hélt áfram.

„Hann kemur í teymið, ég fundaði með honum í morgun (Í gær]. Það yrði geggjað ef hann kæmi hingað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega

Myndband: Lenti á hálsinum og missti meðvitund eftir mikla dramatík undir lokin – Stálheppinn að hafa ekki meiðst alvarlega
433Sport
Í gær

Glódís og Hákon valin best

Glódís og Hákon valin best
433Sport
Fyrir 2 dögum

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu

Carragher biður stuðningsmenn stórliðs afsökunar á vali sínu
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd

Fór um áhorfendur eftir þessi subbulegu meiðsli í London í gær – Mynd
433Sport
Fyrir 2 dögum

England: Jimenez hetja Fulham

England: Jimenez hetja Fulham
433Sport
Fyrir 2 dögum

Isak er búinn í aðgerð

Isak er búinn í aðgerð