fbpx
Mánudagur 19.maí 2025
433Sport

Birtir mynd sem kemur netverjum í opna skjöldu – Sparkaði eftirminnilega í hann fyrir meira en áratug

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 25. janúar 2024 18:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eden Hazard birti skemmtilega mynd á samfélagsmiðla í gær með vodka-kónginum Charlie Morgan.

Þeir félagar eiga sér heldur betur sögu en árið 2013 var Hazard rekinn af velli í leik Chelsea gegn Swansea í enska deildabikarnum. Morgan, þá 17 ára gamall, var þá boltastrákur og ákvað hann að tefja sem pirraði Hazard verulega. Það endaði með því að Belginn sparkaði í Morgan og fékk að fjúka af velli.

Margt hefur breyst á ellefu árum en í Morgan gerir nú virkilega vel í vodka-bransanum og er metinn á 40 milljónir punda.

Hazard tilkynnti í nóvember að hann hefði lagt skóna á hilluna, en hann yfirgaf Real Madrid í sumar.

Við myndina í gær af Hazard og Morgan skrifaði sá fyrrnefndi: „Það góða við að hætta í fótbolta er að þú getur hitt gamla vini. Þú hefur náð langt á 11 árum vinur minn.“

Hér að neðan má sjá myndina og enn neðar er myndband af atvikinu umrædda sem varð til þess að Hazard fékk rautt spjald.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ekki valinn í lið ársins hjá goðsögninni þrátt fyrir 26 mörk í deild

Ekki valinn í lið ársins hjá goðsögninni þrátt fyrir 26 mörk í deild
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns

Sonur Ronaldo skoraði sitt fyrsta mark og fagnaði að hætti föður síns
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Máni segir íslensku þjóðina geta verið kokhrausta – „Ég held við höfum tækifæri“

Máni segir íslensku þjóðina geta verið kokhrausta – „Ég held við höfum tækifæri“
433Sport
Í gær

Framlengja samning markaskorarans til 2026

Framlengja samning markaskorarans til 2026
433Sport
Í gær

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar

Svipbrigði moldríka mannsins vekja mikla athygli: Hefur tapað mörgum milljörðum á stuttum tíma – Sjáðu myndirnar
433Sport
Í gær

Ekki tapað á útivelli tvö tímabil í röð

Ekki tapað á útivelli tvö tímabil í röð