David Ornstein hjá The Athletic telur ágætis líkur á því að Chelsea selji Conor Gallgher á næstu dögum til að laga hjá sér bókhaldið.
Chelsea hefur undanfarna mánuði látið orðið berast um að félagið sé til í að skoða að selja enska leikmanninn.
Þar sem Gallagher er uppalinn hjá Cheslea þá kæmi sala á honum inn sem hreinn hagnaður í FFP kerfið hjá UEFA.
„Ég myndi ekki útiloka það að sjá eitthvað gerast hjá Gallagher, samningsstaða hans er þannig. Ef gott tilboð kemur þá mun Chelsea skoða að selja hann,“ segir Ornstein.
Tottenham er sagt hafa mikinn áhuga á Gallagher og félagið skoðar að selja ierre-Emile Hojbjerg til að fjármagna kaupin.
„Tottenham er mjög hrifið af honum, ef þeir gætu losað leikmann eins og Hojberg til að búa til smá pening og farið í Gallagher. Þetta gæti orðið stóra sagan næstu daga.“