Callum Wilson framherji Newcastle er til sölu nú í janúar og hefur enska félagið látið nokkur lið vita hvað hann kostar.
Newcastle er í þeirri stöðu að verða að losa sig við leikmenn til að laga bókhaldið gagnvart FFP kerfinu.
Evening Standard í Englandi segir að búið sé að skella 18 milljóna punda verðmiða á enska framherjann.
Búið er að hafa samband við Chelsea, Arsenal og Manchester United sem öll hafa skoðað það að styrkja sóknarlínu sína.
Wilson er 31 árs og hefur skorað 46 mörk í rúmlega 100 leikjum fyrir Newcastle.
Wilson er ekki eini leikmaðurinn sem Newcastle vill selja nú í janúar en Miguel Almiron er annar sem gæti farið en áhugi er í Sádí Arabíu á honum.