fbpx
Sunnudagur 13.júlí 2025
433Sport

Neville segir að þetta sé vanmetnasti leikmaður í sögu Manchester United

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 3. janúar 2024 12:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary Neville segir að þrátt fyrir markaskorun sína og frábæran árangur sé Wayne Rooney einn vanmetnasti leikmaður í sögu Manchester United.

Sparkspekingurinn var liðsfélagi Rooney hjá United, en hann er markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 253 mörk.

„Stundum ertu spurður að því hver þér finnst sá vanmetnasti og ég myndi setja Wayne ofarlega þar,“ segir Neville.

Wayne Rooney

„Hann er yfirleitt ekki í umræðuni um bestu leikmenn Manchester United en ef ég er beðinn um að velja besta byrjunarliðið er hann alltaf frammi þar.

Hann er bestur með yfirburðum er kemur að mörkum, stoðsendingum og vinnusemi.“

Rooney hefur mikið verið í umræðunni nýlega en hann var rekinn sem stjóri Birmingham í gær eftir hörmulegt gengi í ensku B-deildinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“

,,Við erum ekki Inter Milan eða Real Madrid“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mourinho að fá leikmann frá Arsenal

Mourinho að fá leikmann frá Arsenal
433Sport
Í gær

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna

Þurftu að skrifa treyjunúmerið með tússpenna
433Sport
Í gær

Ósáttur og vill fá bónusana greidda strax

Ósáttur og vill fá bónusana greidda strax